Sophiu og James langaði í einfalda hjónavígslu á einstökum stað. Bara þau tvö, brjáluð náttúra og einhver sem tók myndir af deginum stóra.
Niðurstaðan varð Ísland þó hvorugt þeirra hafi stigið fæti sínum hér á klakann okkar áður. Þau hrifust bæði af angurværð landslagsins og undrum náttúrnnar. Svo þau keyptu miða, bókuðu kirkjuna á Búðum á Snæfellsnesi og fengu ljósmyndara frá Svíþjóð til að vera með.
Hér eru einstaklega fallegar myndir af þessum sérstaka degi. Sumir hefðu reyndar mátt greiða sér í tilefni dagsins hefði einhver amman sagt, en það er önnur saga. Þetta er rokk, rok og ról.
+
– Hér eru fleiri myndir – einstaklega fallegar: http://nordicaphotography.com/iceland-wedding-photographer-sophia-james-4/#sthash.JJic8zjL.dpuf

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.