Demantar. Ég hef alltaf elskað þá. Ég get fengið leið á karlmönnum, tímabundið og þurft frið en ég fæ aldrei leið á demöntum. Enda eru demantar alveg eins og Marilyne Monroe söng í den; „a girls best friend“.
Útsjónarsamt fólk á viðsjárverðum tímum hefur alltaf veðjað á demanta. Átt magn af demöntum geymt í fórum sínu sem tryggingu ef allt annað klikkaði. Þessi heimsins mestu djásn eru nefnilega forever, falla aldrei í verði nema þvert á móti. Sérstaklega í dag þegar heimurinn er á hvolfi og óvissa ríkir, þá eru demantar nokkuð gamaldags en „örugg“ fjárfesting. Ef þið dömur viljið setja peninginn í grip sem heldur verðgildi sínu og gott betur og veiti ykkur líka gleði þegar þið skreytið ykkur með honum er valið einfalt – demantur.
Svo verð ég að segja ykkur smá demantasögu sem vinur minn í Bandaríkjunum lenti í núna. Eins og svo marga dreymir hann um landvistarleyfi þarna. Bandarísk kunningjakona hans setti sig í samband við sveininn og bauð honum mega-díl: Ég skal giftast þér og hjálpa þér að fá visað þitt. Þú þarft ekki að hafa nein afskipti af mér önnur en þau að gefa mér stóran og skæran demantshring! Og hana nú, þarna var kona með réttu ráði!
Ps. Vinur minn tók ekki bónorðinu. Þetta sýnir hins vegar vel menninguna í Bandaríkjunum þar sem allt snýst um að fá fallegan demantshring við giftinguna. Og að halda honum ef upp úr slitnar seinna meir, enda gerir enginn ekki neitt fyrir ekki neitt.
Já, stelpur „Romance is finance“!
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.