Fyrirsætan Bernie Dexter trónir hæst á stalli rokkabillitískunnar um þessar mundir en þessi fagurlimaða kona sækir stíl sinn, förðun og útlit til „pin-up“ stúlkna fimmta og sjötta áratugarins.
Dexter er orðin að „költ“ fígúru meðal rokkabillíaðdáanda og situr reglulega fyrir hjá fyrirtækjum sem hanna undirfatnað eða rokkabillíföt.
Dexter minnir oft á hina íturvöxnu Bettie Page sem var fræg fyrir mjög tvíræðar myndir á sjötta áratugnum. Rokkabillítískan fylgir einskærum áhuga á rokkabillítónlist og getur orðið að heilum lífsstíl.
Konur með kúrvur geta líka ýtt undir allan sinn dásemlega kvenleik með þessum kynþokkafulla stíl þar sem ekkert er í felum.
Til að fanga rokkabillíandann er nauðsynlegt að eiga eitthvað af eftirfarandi í fataskápnum:
Hlébarðamynstruð föt, háa pinnahæla, níðþröngar og niðurmjóar buxur, aðsniðnar skyrtur (gjarna rósóttar eða í kúrekastíl), falleg undirföt eins og korselett og sokkabönd, víð pils, níðþrönga hnésíða kjóla, rauðan varalit, svartan eyeliner og gott hárlakk.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=pzJ3hiqsi0U[/youtube]
Skelltu svo Link Wray eða Wöndu Jackson á fóninn og þú ert komin í hárrétta gírinn.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.