‘Vintage’ búðir eru alltaf að verða vinsælli með árunum. Það er eitthvað svo heillandi við að ganga í gömlum fötum sem eiga sér sögu.
Rokk og Rósir er búð sem selur fallegan notaðan fatnað ásamt því að selja gördjöss ónotað skart. Perlur, gaddar, slaufur, litir, og ‘gettó-bling’ er það sem er áberandi í skartinu þeirra. Búðin er með mjög mikið úrval af og ég mæli með að þú farir að skoða!
Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Snillingarnir sem ég hef fjallað um áður (HÉR) og undirrituð tókum okkur saman og tókum skemmtilegar myndir af skartinu og fötunum í búðinni.
Allt skart og öll föt eru úr Rokk og Rósum.
Módel: Brynja Jónbjarnardóttir
Ljósmyndari: Katrín Braga
Stílisering: Stella Björt (ég)
Make-up: Svandís Bergmann Eyvindsdóttir
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.