Ég var svo heppin að fá nýja ilmvatnið frá Rihönnu um daginn, Rogue by Rihanna, og ég fíla það alveg í tætlur!!
Þetta er annað hvort ilmur sem maður elskar eða ekki.
Ég er vanalega ekki mikið fyrir kryddaða ilm en mér finnst þessi alveg passlegur og ég nota það á hverjum degi.
Ilmurinn passar eitthvað svo vel við kalda loftið og haustið. Lyktin er með plómu, vanillu og sítrónu keim ásamt því að vera “musky”.
Mér finnst lyktin líka endast hæfilega lengi og hún er alls ekki yfirþyrmandi eins og “musky” ilmir verða oft. Persónulega finnst mér þetta vera hversdagsilmur og eins og ég sagði áður, þá nota ég ilmvatnið á hverjum degi.
Rouge kemur í frekar grófu glasi og undir glasinu eru gaddar en Rihanna er jú mikið hrifin af göddum.
RiRi segir við kynsystur sínar: “Push Boundaries. Be Bold. Go Rogue.” , í herferð sinni en mér finnst þetta einmitt vera lykt sem ber af og er ekki “safe”.
Einnig mun koma karlmanns ilmur úr þessari línu sem mun bera sama nafn og ég hlakka mikið til að finna lyktina af honum!
Sama hvort þú ert djörf týpa eins og hún RiRi vinkona mín eða pen og slök á kantinum þá mæli ég eindregið með því að kíkja í næsta apótek eða í næstu Hagkaups verslun og prófa þennan ilm á úlnliðinn.
Hugsa að þú verðir ekki svikin.
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður