Í desember 2009 kom út ný lína frá Rodarte, þessi lína var hönnuð sérstaklega fyrir Target verslanirnar. Target er þekkt verslunarkeðja í Bandaríkjunum sem leggur áherslu á lágt vöruverð.
Það eru tvær systur sem eiga heiðurinn að Rodarte merkinu en þær heita Kate og Laura Mulleavy og eru frá Bandaríkjunum.
Um leið og það fréttist að Rodarte væri að hanna fyrir Target myndaðist mikill spenningur hjá tískuunnendum og Rodarte aðdáendum og auðvitað seldist öll línan upp strax og hún kom í verslanir.
Ég var mjög svekkt yfir því að Target væri ekki á Íslandi því margar flíkurnar eru mjög flottar og á frábæru verði…
…en um daginn var ég að skoða föt á Ebay og þar fann ég fullt af flíkum úr þessari línu til sölu -og meira að segja á betra verði en upprunalega!
Ég ákvað að panta mér einn kjólinn og kostaði hann ekki nema 27 $…
…svo er bara að bíða þangað til að hann komi og vona að hann passi.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.