Það var virkilega áhugavert að skoða myndir frá vorsýningunum 2012 og sjá að margar nútímalegar útgáfur af Rockabilly stínum eru komnar aftur fyrir bæði karla og konur.
Skemmtilegar fréttir fyrir þá sem þora þar sem að nokkrir af mestu töffurum mannkynssögunnar voru uppi á þessum tíma, eins og James Dean og Elvis Presley. Að ekki sé minnst á John Travolta í Grease!
Á konunum má þar að auki sjá áhrif 60’s förðunar (Twiggy), sem er skemmtileg samblanda við rokkaralega hárið! Mikil og þykk augnhár, augnlínupenni fyrir ofan og neðan augað og ljósbleikar varir eru málið. Á vorsýningu Jeremy Scott sást m.a. þetta útlit sem sló heldur betur í gegn. Þó er spurning hvort að sú tiltekna hárgreiðsla henti betur tískusýningapöllunum? Það er samt alltaf hægt að dempa hana niður og gera eitthvað minna ýkt.
Proenza Schouler ákvað að taka einnig innblástur frá tímabilinu en hafði þó förðun í lágmarki á fyrirsætunum og hárið blautt og greitt meira aftur, sem er á sinn hátt líka flott.
Kannski er málið að fara að versla brillíantín og prufa þetta? Ég veit að ég verð allavega með svörtu línuna í kringum augun og bleika varalitinn í vor!
_____________________________________________
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com