“If Heaven exists, what would you like to hear God say when you arrive at the Pearly Gates?” Spyr James Lipton í einlægu viðtali við Robin Williams í þætti sínum Inside the Actors Studio.
Robin Williams var hæfileikaríkur leikari vegna þess hve næm, einlæg og flókin manneskja hann var. Hann nýtti þessa eiginleika vel með því að finna þeim farveg í leiklist sem varð til þess að hann hreyfði við milljónum manna um allan heim.
Mikil viðbrögð hafa orðið við láti leikarans og því nokkuð ljóst að hans verður sárt saknað. Ein af þeim fjölmörgu sem gefið hafa út tilkynningu vegna láts hans er Obama og fjölskylda. En með henni vottar forsetafjölskyldan vinum og vandamönnum Williams samúð sína sem og öllum þeim sem fundu sig í verkum leikarans.
Í eftirfarandi myndskeiði segist Williams vona að Guð segi honum brandara og bjóði honum sæti á fremsta bekk á annað hvort Mozart eða Elvis tónleikum.
Þá bætir hann við: “If heaven exists, to know that there’s laughter. That would be a great thing”.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=5wCUcepbflA&app=desktop[/youtube]Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.