Leikarinn Robin Williams sem fannst látin á heimili sínu í fyrradag mun hafa mætt á AA fund daginn áður en hann lést.
Gamall vinur hans segir hann hafa leitað eftir stuðningi AA samtakanna daginn áður en Robin fór síðast í meðferð í júní síðastliðnum. Hann hafði þá fallið eftir margra ára edrúmennsku en fór síðast í meðferð 2006 og hafði átt erfitt uppdráttar eftir það.
Grínistinn og AA meðlimurinn Argus Hamilton sagði:
“Hann var á fundi á laugardaginn. Hann var komin úr meðferð og var edrú á fundinum.”
Robin Williams hætti fyrst að drekka árið 1982 og hafði verið edrú árum saman en var í neyslu frá árinu 2003. Hann fór þá í meðferð 2006 en svo aftur í sumar til að ‘fínstilla edrúmennskuna’ því hann hafði átt erfitt með að ná sér aftur á strik eftir fallið.
Eftir fallið sögðu vinir hans að hann hefði byrjað að einangra sig mikið. Heimildarmaður The Sun sagði í viðtali að Robin hefði háð mikla baráttu við sína innri djöfla og hefði einangrað sig í leiðinni.
“Hann varð mjög lokaður. Fór í meðferð í sumar en lokaði sig svo af á heimili sínu”.
Leikarinn átti þrjú börn, ZaK, 31, Zeldu, 25, og Cody, 22 úr fyrri samböndum. Vinir hans segja að hann hafi aðeins verið orðin skelin af sjálfum sér og augljóslega mjög vansæll þó hann hafi komið vel fram við alla.
“Hann hafði grennst mjög mikið, virkaði mjög þreyttur og alls ekki eins og sá maður sem við höfðum áður þekkt þegar hann var upp á sitt besta.”
“Hann virkaði alveg búinn á því og ekki í sínu besta formi en alltaf sami góði maðurinn og við höfðum alltaf þekkt. Hann var á mjög slæmum stað andlega.”
Robin Williams er annar heimsþekktur leikari sem lætur lífið á þessu ári eftir að hafa farið af sporinu en Philip Seymour Hoffman lést úr of stórum skammti eiturlyfja í febrúar á þessu ári. Hann hafði einnig ‘fallið’ eftir að hafa verið allsgáður í mörg ár.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.