Hönkið úr Twilight myndunum er að fara á hausinn ef marka má bandaríska slúðurblaðið US OK enda eyðir hann um efni fram.
Þessi gullfallegi breski leikari hefur víst mikið reynt til að losna við vampírustimpilinn og meðal annars leikið í minni myndum sem gefa ekki eins mikið út í aðra hönd. Hinsvegar eyðir hann enn peningum eins og þegar hann var á hátindinum með fulla vasa af seðlum.
Til að auka á innkomu sína gerði Robert samning við tískurisann Dior um að vera andlit nýs herrailms en að sögn heimildarmanns OK er hann ekki mikill tískutrítill.
„Hann er alls ekki týpan til að pósa svona fyrir tískuhús enda bara venjulegur náungi með mjög takmarkaðan áhuga á ‘high-end’ tísku,” sagði heimildarmaðurinn og bætti við: „En hann reynir að vera skynsamur og áttar sig á því að þetta er sterkur leikur svona fjárhagslega.”
Á sama tíma hefur Robert viðurkennt að var ekki að hugsa skýrt þegar hann á sínum tíma keypti hús fyrir um 900 íslenskar milljónir í Los Feliz hverfinu í L.A.
„Ég hafði bara búið endalaust á hótelum og var alltaf í L.A. Átti skyndilega fullt af peningum og þú veist… keypti hús.”
Robert segist hinsvegar hafa fengið nóg af Hollywood í bili og hyggst flytja þaðan enda húsið komið á sölu.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.