RMS Beauty heita lífrænar snyrtivörur sem ég kynntist nýverið en hingað til hef ég ekki verið sérstaklega upptekin af því hvort snyrtivörurnar sem ég nota eru lífrænar eða ekki.
Það eru Miranda Kerr og Gisele Bundchen hinsvegar en báðar eru þær miklir aðdáendur RMS Beauty línunnar sem nýverið var tekin í sölu á íslenskri vefverslun.
Ég átti satt best að segja ekki von á neinu frábæru þegar ég prófaði þessar vörur fyrst en þær komu mér ótrúlega skemmtilega á óvart.
Nettar og minimal
Umbúðirnar eru í fyrsta lagi mjög einfaldar og minmalískar. Glerkrukka með hvítu loki. Allar eins en á botninum sérðu um hvaða vöru er að ræða.
Til dæmis er hægt að fá augnskugga í mörgum litum en svo eru til dæmis tvær vörur sem eru svona two in one. Lip 2 Cheek og Cover Up. Lip 2 Cheek er bæði varalitur og kinnalitur í senn en Cover Up má nota bæði sem farða og hyljara.
Auðveldur glamúr
Ég byrjaði á að eignast tvo augnskugga úr línunni. Brúnan og fjólubláan sem þú sérð á myndinni og er alveg yfir mig hrifin.
Dýptinni í litnum má stjórna með magninu en mér fannst best að bera litinn á augnlokið með pensli og þétta svo eða ‘festa’ betur við húðina með því að nota litla fingur.
Útkoman er mjög flott, blár litur augnanna verður dýpri og svo er þetta mjög einfalt og þægilegt þó útkoman sé glamúrus. Ég hugsaði í raun með mér að þetta væri með einföldustu og þægilegustu snyrtivörum sem ég hef prófað og þó hef ég sem professional pjattrófa til margra ára prófað sitt lítið af hverju. Ég hlakka líka til að testa meira úr þessari línu.
Gisele Bunchen, Miranda Kerr, Tilda Swinton, Demi Moore, Sophia Coppola, Paloma Picasso og Cindy Sherman hafa verið farðaðar af Rose Marie en Miranda Kerr og Gisele Bunchen eru meðal hennar dyggustu viðskiptavina.
Stjörnurnar elska RMS
Framleiðandi RMS snyrtivaranna, Rose Marie-Swift, er kona sem hefur árum saman starfað sem förðunarfræðingur í tísku og auglýsingabransanum og verk hennar hafa meðal annars birst í W, Harper’s Bazaar, I.D., Self Service, V, Allure, Numero, Marie Claire, Glamour, Interview og Elle svo eitthvað sé nefnt.
Rose Marie fór út í að framleiða lífrænar og náttúrulegar snyrtivörur eftir að hafa séð hvaða áhrif það hefur á útlitið að reyna ‘skyndilausnir’ í fegrun en á meðal þeirra sem hafa sest í stólinn hjá henni eru heimsþekktar klassapíur á borð við…
Gisele Bunchen, Zoe Saldana, Miröndu Kerr, Tildu Swinton, Demi Moore, Sophiu Coppola, Celine Dion, Palomu Picasso, Gretchen Moll, Isabel Rossalini, Millu Jovovich og Cindy Sherman
…en bæði Miranda Kerr og Gisele Bunchen eru meðal fastakúnna hennar og til gamans má geta að allar Victorias Secret fyrirsæturnar voru farðaðar með RMS vörum fyrir síðustu sýningu.
Eins náttúrulegt og það gerist
Allar vörurnar frá RMS innihalda náttúruleg efni en mest eru þetta þekktar náttúrulega olíur sem eru góðar fyrir húðina (castor, möndlu, jojoba osfrv) ásamt litarefnum úr steinefnum.
Það er óhætt að segja að tískubransinn ELSKI þessar vörur en þær hefur verið fjallað um í Vogue, Elle, Marie Claire, Allure og öllum helstu glans og tískuritum heims eins og sjá má hér og förðunarfræðingar eru almennt mjög hrifnir af þessu merki.
Ég hef líka skoðað frá þeim highlighter sem ég verð að segja að sé ansi magnaður og svo er til púður (UnPowder) sem er algjörlega nauðsynlegt með farðanum því olíurnar í honum eru það náttúrulegar að húðin glansar talsvert við notkun (sem sumir fíla reyndar).
Gott fyrir þig og gott fyrir náttúruna
Sjálf verð ég að viðurkenna að ég hafði smá fordóma fyrir lífrænu meiköppi áður en ég prófaði þessar vörur en þær komu mér svo á óvart að ég er búin að borða hattinn minn og skóna líka.
Þetta eru einfaldlega frábærar vörur (það sem ég hef prófað) og það sem er betra er að þú getur notað þær með góðri samvisku.
Þær sem eru með mjög viðkvæma húð, ofnæmi og þessháttar, ættu algjörlega að prófa RMS vörurnar og þær sem kjósa að fara lífrænu leiðina í lífinu ættu alls ekki að hika í eina sekúndu við að prófa þessar vörur.
Og ef þú átt eftir að gefa vinkonu þinni sem elskar jörðina, blóm, fugla og dýr jólagjöf þá skaltu smella HÉR og sjá hvort þú finnir ekki eitthvað fallegt handa henni því vörurnar eru seldar hjá Freyja Boutique sem opnaði fyrir nokkrum dögum. Maskarinn hefur t.d. fengið verðlaun frá Allure og ætti því að vera nokkuð ‘safe bet’.
Ég spái að það verði smá æði í kringum þessar vörur því eftir að ég póstaði myndum á Instagram Pjattsins hafa bæði þekktir förðunarfræðingar og aðrar eðalpjattrófur haft samband og spurt hvort þær séu komnar til landsins. Skora á þig að prófa!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.