Rihanna hefur nú lýst yfir áhuga á að fjárfesta í bresku fótboltaliði, helst kaupa það, segja breskir fjölmiðlar í dag.
Svo langt hefur hún gengið í áhuga sínum að hún fór og ræddi málin við vin sinn Didier Droba sem spilar með Chelsea.
Menn héltu að Rihanna væri bara hátt uppi eftir heimsmeistaramót karla í fótbolta sem nú er nýlega afstaðið en svo virðist sem henni sé fúlasta alvara með þessu.
Draumur Rihönnu er að koma á fót íþróttaskóla í Barbados þar sem hún er fædd og uppalinn en áhugi hennar á knattspyrnu er jafnframt mikill og hana dreymir um að eignast fótboltalið.
Sjálf er Rihanna aðdáandi Liverpool en að sögn kunnugra hefur hún líka áhuga á að taka yfir fótboltalið í Los Angeles.
“Bretland er eins og annað heimili hennar en hún hefur þó lýst yfir smá áhuga á að taka yfir lið í Los Angeles.”
Rihanna var í miklu stuði á heimsmeistarakeppninni og birti nokkrum sinnum af sér Instagram myndir þar sem hún lýsti yfir stuðningi við Brasilíu.
Eftir að Brasilía féll úr keppni eftir ótrúlega viðureign við Þýskaland tók hún afstöðu með þjóðverjum og fagnaði í lokaleiknum þegar þeir unnu Argentínu.
Rihanna er ekki eina stórstirnið sem hefur lýst yfir áhuga á að taka yfir bresk fótboltalið (kannski er þetta nýtt stjörnutrend?) – Snoop Dogg hefur talað um áhuga sinn á að kaupa skoska liðið Glasgow Celtic og P. Diddy var í viðræðum um að fjárfesta í Crystal Palace, af því honum finnst nafnið svo smart.
Ekki nóg með það, Hollywood goðsögnin Tom Hanks er mikill fylgjandi Aston Villa og Silvester Stallone hefur mætt á allnokkra leiki með Everton.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.