Rihanna eyðir um 30,000 pundum eða tæplega sex milljónum íslenskra króna í útlit sitt í hverri viku – þá erum við að tala um brúnkusprautun, augnháralengingar og húðlækna svo fátt eitt sé nefnt en hún gerir þá kröfu að hafa aðgang að miklu úrvalsteymi um leið og þörf krefur.
Til dæmis er sérfræðingur hennar í augnháralengingum á vaktinni 24 tíma sólarhrings, ef söngkonan þyrfti allt í einu á henni að halda en að sögn kunnugra er ekki óvenjulegt að Rihanna bjalli í hana klukkan 11 á kvöldin áður en hún skellir sér á djammið.
Rihanna fer líka í laser til að þétta húðina, hún fer í súrefnismeðferðir fyrir húðina, ljósameðferðir (photo facial), vampírumeðferðina sem Kim Kardashian gerði fræga og ekki nóg með þetta, hún er líka í lasermeðferðum fyrir líkamann.
Brúnkusprautarinn hennar sér til þess að leggirnir virðist tónaðari og það sama er gert fyrir kviðinn.
Fyrir utan þetta borgar Rihanna hárstílista sínum um 300.000 kr á dag þegar hann ferðast með henni um heiminn og förðunarfræðingurinn hennar er með um 400.000 þúsund á viku.
Tímaritið Look fullyrðir að Rihanna sé jafnframt með hárgreiðslumeistara til taks allann sólarhringinn og bæta við að þegar hún noti hárlengingar sé aðeins það besta nógu gott fyrir hana. Ekta hár af alvörufólki en síðasta lúkkið kostaði um 1.4 milljónir, enda er hárið það mikilvægasta við útlit hennar.
Skvís finnst líka gaman að skipta um föt og stundum gerir hún það allt að fimm sinnum á dag. Þá er Mylah yfirleitt skammt undan til að hjálpa til að velja og laga meiköppið.
Það væri sannarlega ekki amalegt að komast í vinnu hjá Rihönnu. Veit einhver símann hjá henni?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.