Rihanna er ekki beint þekkt fyrir að fara troðnar slóðir í stíl og fatavali enda einn heitasti trendsetterinn í tískuheiminum um þessar mundir.
Hún var þó sérlega flippuð í gær, meira að segja á eigin mælikvarða, þegar hún skellti sér út á sundbolnum til að borða ítalskan mat á einum uppáhalds staðnum sínum í Los Angeleds, Giorgio Baldi.
Daman var í síðri peysukápu sem sækir innblásturinn til austurlanda en kínverskra og indverskra áhrifa gætir í hönnun hennar. Undir kápunni var skvísan á sundbol einum fata og í himinháum támjóum Christian Louboutin hælum úr gulli við. #lágmark.


Rihanna á um þessar mundir í deilum við þýska ljósmyndarann Philipp Paulus (22) sem segir stjörnuna hafa stolið hugmyndum frá sér við gerð myndbandsins við lagið S&M en í því leikur hún sér með pælingar tendar BDSM kynlífi.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=KdS6HFQ_LUc&feature=kp[/youtube]
Philipp þessi segist hafa gert tískuþátt í sama þema og er harður á því að hún hafi fengið hugmyndina við gerð myndbandsins af þessum myndum.

Henni hefur eflaust þótt gott að sefa áhyggjurnar yfir þessum deilum með því að bíta í væna sneið af ítalskri pizzu. Við mælum allavega með slíkri meðferð af og til.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.