Tom à la ferme eða Tom at the farm” er mjög undarleg mynd, á tímapunkti var ég nokkuð viss um að ég væri að horfa á franska útgáfu af Brokeback mountain með smá twisti…en svo var ekki.
Myndin fjallar um Tom sem fer í jarðarför útá landi hjá elskuhuganum sínum Guillaume og hittir fjölskylduna sem hafði ekki hugmynd um kynhneigð Guillaume og samband hans við Tom.
Sérstaklega móðirin sem var viss um að drengurinn hennar ætti kærustu sem heitir Sarah, en ekki kærastann Tom. Bróðir Guillaume var aðeins betur með á nótunum.
Hann þvingar Tom til að ræða alls ekki samband sitt við látinn bróður sinn við móður þeirra en fær hann í staðinn til að setja á svið með sér þvílíkt leikrit um Guillaume og samband hans við Söru, hversvegna hún hefði ekki komið í jarðarförina, hvað henni þætti gott að borða og annað eins.
Bróðirinn bæði kúgar hann með andlegu og líkamlegu ofbeldi til þess að fá sínu fram. Það er látið koma þannig fyrir sjónir að bróðirinn sé ekki alveg viss um eigin kynhneigð og maður þarf soldið að gera það upp við sjálfan sig hvað manni finnst, ég er ennþá ekki alveg viss.
Afhverju fór Tom ekki?
Persónulega fannst mér mjög einkennilegt að Tom skildi láta þetta allt saman yfir sig ganga og ekki fara af býlinu en aftur á móti er erfitt fyrir mann að setja sig í hans spor.
Tom fellur ósjálfrátt inn í skringilegt fjölskyldumynstur þeirra í leit af einhverskonar uppgjöri útaf slysinu sem Guillaume lenti í. Hann verður veruleikafirrtur á tímapunkti, það er að vissu leiti eins og hann þjáist af Stockholm heilkenni og myndin tekur ennþá furðulegri stefnu.
Áhugavert og pínlegt á sama tíma
Mér fannst þessi mynd afar áhugaverð, persónulega á ég mjög erfitt með að horfa uppá fólk láta kúga sig og standa ekki upp og berjast á móti.
En eins og kemur fram í þessari mynd er Tom syrgjandi maður sem er aleinn í smábæ sem virðist vita mun meira en hann um Guillaume og fjölskylduna hans en nokkurntíman hann sjáfur vissi. Xavier Dolan leikur Tom í sinni eigin mynd, það er alltaf eittvað sem er áhugavert að sjá og getur án efa ekki verið auðvelt að vera leikstjóri og aðalleikari í eigin mynd.
Kvikmyndastíll Dolan í þessari mynd gengur útá það að halda áhorfandanum í óvissu um hvað karakterum myndarinnar gengur til en með með mikið af nærmyndum og skringilegum sjónarhornum í kvikmyndatökunni fer sagan að segjast að sjálfu sér. Sem að vissu leiti sýnir áhorfandanum stærri heildarmynd og fær hann til að hugsa miklu meira um hvað gengur á og hvað hann er að horfa á.
Myndin sýnir okkur hvað samkynhneigðir mega þola í daglegu lífi á svo mörgum stöðum í heiminum og örugglega líka hér á landi.
Hún fær okkur til að opnar augun uppá gátt og fær fólk til að hugsa.
Leikstjórn: Xavier Dolan. Aðalleikarar: Xavier Dolan, Pierre-Yves Cardinal, Lise Roy og Evelyne Brochu.
Myndin er sýnd í kvöld, 4. október klukkan 21:00, í sal 1 í Háskólabíó, þetta er síðasta sýningin á myndinni á RIFF.
________________________________________________________
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni “Tom at the farm”
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=iJ4vm2FxeIc[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.