Ég fór á þessa mögnuðu tónlistarupplifun og rosalega videoverk á sunnudagskvöldið síðasta og verð að viðurkenna að þetta var algjörlega tryllt.
Soundbraker fjallar um tónlistamanninn Kimmo Pohjonen sem hefur spilað á “nikkuna”(Harmonikku) frá því að hann var smástrákur. Pabbi hans neyddi hann til þess að læra á hljóðfærið og oft á tíðum íhugaði hann að hætta að spila, honum fannst “nikkan” ekki nóg og kúl og fannst hann algjör nördi með þetta skrítna hljóðfæri. Honum fannst þetta ferkantað og gamaldags því reglurnar sem fylgdu því að leika á þetta hljóðfæri voru bara á einn veg og ekkert mátti bregða útaf eða gera öðruvísi.
Sá nikkuna í nýju ljósi og henti öllum reglum út um gluggann!
Þegar hann var í kringum þrítugt breyttist þetta allt saman. Hann fór að sjá hljóðfærið sem hann áður þoldi illa og fannst asnalegt sem þvílíkan fjársjóð og fór gjörsamlega út úr sínum ramma. Það er magnað að fylgjast með honum spila og sjá hvernig hann beitir hljóðfærinu á eins óhefbundin hátt og hægt er. Kimmo er fullbókaður og er túrandi bæði sólo og með öðrum böndum. Þetta er full vinna hjá manninum að hamast á nikkunni.
Býr til takta og hljóðverk útfrá gömlum vinnuvélum og dýrum
Hann fer á bóndabýli og ákveðna staði með tölvu og míkrafón og tekur upp hljóð frá dýrum, gömlum vinnuvélum og bara öll hljóð sem heilla hann. Svo býr hann til takta og loopar ákveðin hljóð sem í kjölfarið verða að lagi sem hann lætur hljóma undir á meðan hann spilar á harmonikkuna. Persónulega tengdi ég mjög svo við þetta sem hann var að gera með öll þessi hljóð og fannst það pínkuponsu gaman vegna þesss að fyrsta kvikmyndin mín frá kvikmyndaskóla ísl. heitir “Skellur” og er video/hljóðverk sem snýst um að skella hurðum, skápum, ruslatunum, klósettsetum og fl. Við Kimmo eigum greinilega ýmislegt sameiginlegt…
Vann stór verðlaun á FIFA í Montreal
Soundbreaker vann “Prix de la Creation”, á FIFA hátíðinni í Montreal, verðlaun fyrir frumlegustu myndina 2012. Þær myndir sem vinna FIFA verðlaun fara á flottustu lista og kvikmyndasýningar í 6 stærstu borgum heimsins. FIFA (Festival International for Films on Art) er ein stærsta og virtasta hátíð sinnar tegundar í heiminum.
Minnir á Mike Patton
Mér fannst sumt sem Kimmo er að vinna með vera svipað og hann Mike Patton blessaður hefur haft fyrir stafni. Vinnandi með skrítin drungaleg hljóð, öskur og brjálæði. Mike Patton hefu til dæmis unnið með Björk að plötunni Medúlla. Hann er þekktur fyrir hljómsveitirnar Faith no More, Fantómas, Mr Bungle, Tomahawk og fl. Mike Patton gerði T.d. allar raddir og hljóð fyrir skrímslin/Zombie’s í “I AM LEGEND” með Will Smith.
Ef þú ert tónlistarunnandi og hefur gaman að því að upplifa eitthvað nýtt þá mæli ég hiklaust með þessari snilldar heimildamynd um þennann einstaka tónlistarmann.
Leikstjórn: Kimmo Koskela
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=AHPAvtynvdo[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.