Only Lovers Left Alive er eftir einn af heiðursgestum RIFF-hátíðarinnar, Jim Jarmusch (Broken Flowers, Dead Man).
Myndin fjallar um parið Adam (Tom Hiddleston: Thor, Midnight in Paris) og Eve (Tilda Swinton: Adaption, Narnia), en þau eru bæði vampírur og hafa verið gift í aldaraðir. Þau búa sitt í hvorri heimsálfunni.
Eve býr í Tangier, þar sem hún eyðir meirihluta tíma síns með Christopher Marlowe (John Hurt), en Adam býr í Detroit þar sem hann er umkringdur hljóðfærum og berst við mikla tilvistarkreppu, sem orsakar það á endanum að Eve ákveður að koma til hans. Eftir það hefst skemmtileg og spennandi atburðarrás sem spannar næstu daga þar sem Ava (Mia Wasikowska: Alice in Wonderland, The Kids are Alright) systir Eve kemur meðal annars fram sem og aðrir skemmtilegir karakterar.
Það er margt í myndinni sem er svolítið “týpískt” og poppkúltúr-legt. T.d. það að myndin fjallar um vampírur sem elska hvort annað út af lífinu (Twilight, einhver?) og það að parið heitir Adam og Eve, en myndin er öll útfærð á svo skemmtilega öðruvísi hátt að þessi atriði verða bara fyndin og skemmtileg og virðast öll vera gerð klisjukennd af ásetningi.
Þetta gerir það að verkum að ef það ætti að setja Only Lovers Left Alive einhversstaðar á skalann á milli Twilight og Interview with a Vampire, þá er hún klárlega frekar einhversstar í grennd við Interview with a Vampire.
Hiddleston og Swinton eru æðislega flott par og passa vel í hlutverk sín sem þau skila vel af sér, í einhverri undarlegri en frískandi blöndu af húmor og þunglyndi. Svo skemmir auðvitað ekki að Tom Hiddleston er alveg vandræðalega heillandi í þessu hlutverki…
Only Lovers Left Alive er nokkuð léttari og Hollywood-legri en aðrar myndir sem ég hef kíkt á á RIFF, en er engu að síður ótrúlega sérstök og skemmtileg.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=hsnzKtSNBL8[/youtube]Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.