LOVE, MARILYN er bæði áhugaverð og fræðandi mynd um stórstjörnuna sem allir dáðu og dýrkuðu…
…hún kom af stað kynferðisbyltingu í Hollywood og er ein af megin ástæðum þess að kvikmyndaverið 20th century fox hélst á floti og slapp við gjaldþrot.
Falin gögn líta dagsins ljós
Fyrir nokkrum árum fannst kassi með persónulegum bréfum og dagbókum Marilyn Monroe sem hefur verið falinn í geymslu í tugi ára og þegar hann loksins fannst var ekkert annað í stöðunni en að gera heimildamynd um uppáhalds konu/darling Bandaríkjanna.
“One of a kind” kona sem kvaddi alltof snemma
Mikið var gaman að sjá hana og heyra í henni. Hún er fallegasta kona sem hefur gengið á þessari jörð að mínu mati. Ég gæti setið í tvo tíma og horft á slideshow með myndum af henni og án þess að leiðast í eina mínútu. Hún var algörlega “One of a kind” og þessi mynd leyfir okkur að rýna svo djúpt inn í huga hennar og hugsanir, sýnir hversu heitt hún þráði að verða frábær leikona og almennt frábær í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og hvað hún lagði mkið á sig til þess að komast þangað sem hún komst.
Frægir leikarar lesa upp hugsanir og skrif Marilyn
Myndin er skemmtilega uppsett á þann hátt að það er búið að fá margar ólíkar þekktar persónur/leikara til að lesa upp úr dagbókum Marilyn sem eiga að sýna fram á hversu margbrotin karekter hún var. Við fáum að sjá prívat video af henni með vinum og eiginmönnum ásamt frábærum ljósmyndum, skemmtilegum brotum úr frægustu myndunum hennar og klippur af tökustöðum og Marilyn á setti.
Leikstjórn: Liz Garbuz Leikarar: Uma Thurman, Patricia Bosworth, Adrienne Brody, Ellen Burstyn, Glenn Close, Hope Davis, Lindsay Lohan og svo miklu, miklu fleri…
Hér má sjá trailer fyrir myndina Love, Marilyn og HÉR eru sýningartímarnir.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=oij1KTgVsPU[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.