Hvalfjörður er íslensk stuttmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hefur slegið í gegn erlendis en einhverra hluta vegna aldrei verið sýnd hér heima fyrr en núna á RIFF.
Salur 1. í Háskólabíó var fullur við sýningu myndarinnar og leikstjórinn sagði nokkur orð ásamt aðalframleiðandanum rétt áður en myndin hófst.
Í Hvalfirði segir frá bræðrunum Ívari og Arnari sem eiga sterkt, sérstakt bræðrasamband, þeir búa með foreldrum sínum í afskekktum firði og á þeim er þónokkur aldursmunur, 10 ár lágmark myndi ég halda.
Eldri bróðirinn er þunglyndur og litli bróðir hefur stórar áhyggjur af honum. Er hræddur um að hann reyni að meiða sjálfan sig. Svo fáum við að sjá hval sem rekur á land í þessari 15 mínútna mynd sem er verkaður á ströndinni.
Mikið lagt í stuttmynd
Það var mikið lagt í framleiðsluna á þessari mynd, ekki einungis fékk hún stuðning frá “The Icelandic Film Centre” heldur einnig komu inn framleiðendur frá danmörku og lögðu hönd á plóg.
Myndin hefur farið á allar helstu kvikmyndahátíðir undanfarið árið og eins og er keppir hún um “Short Film Special Distinction Ex-aequo, 2013” á Festival De Cannes.
Hér má sjá leikstjórann Guðmund Arnar (á vinstri hönd) taka við “the Golden Spike” verðlaununum á Giffoni kvikmyndahátíðinni á Ítalíu.
Giffoni hátíðn haldin er árlega og er gífurlega stór viðburður en myndin Hvalfjörður er fyrsta íslenska myndin sem hefur komist inn á Giffoni hátíðina.
Aðalleikarar: Valdimar Örn Flygenring, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Einar Jóhann Valsson, Ágúst Örn B. Wigum
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=rnvE3GWv46Y[/youtube]
Anna Brá Bjarnadóttir er fædd á því herrans ári 1986, sama ár og Gleðibankinn hóf raust sína í júró, sem er mögnuð tilviljun þar sem stúlkan er sjálf vel stæður Gleðibanki! Anna starfar sem skemmtanastjóri og dj á Loftinu og Lebowski Bar en er á sama tíma algjör græju gúrú og fíkill. Anna er útskrifuð af tæknibraut Kvikmyndaskóla Íslands og hefur m.a. starfað við fjölda auglýsinga og sjónvarpsþátta. Hún býr við Norðurmýrina með hundinum Tinna og kærastanum og kokkinum Jónasi.