Í gærkvöld skellti ég mér á Foxfire sem nú er sýnd á kvikmyndahátíðinni RIFF.
Foxfire er byggð er á samnefndri skáldsögu eftir Joyce Carol Oates og þar sem hún var mín uppáhalds skáldsaga þegar ég var unglingur og hafði mikil áhrif á mig þá var ég mjög spennt fyrir myndinni sem náði tilætluðum árangri að minna mig á hvers vegna. (þýdd sem Tófuljómi á ísl.)
Sagan segir frá unglingsstelpum í fátækum bæ í uppsveitum New York 1955, þær mynda stelpugengið Foxfire til að standa saman á móti feðraveldinu og ögra samfélaginu. Að vera stelpa í BNA á þessum árum var ekki auðvelt og þær lenda að vonum í mótlæti hverskonar og körlum sem misnota vald sitt gagnvart þeim. Eins og svo margir róttækir hópar sem byrja vel með fögur fyrirheit þá fer atburðarrásin hjá stelpugenginu Foxfire úr böndunum í hraðri atburðarrás.
Leikkonurnar í myndinni eru algjörlega óreyndar unglingsstúlkur en engu að síður tekst þeim að túlka hlutverk sín mjög vel þó ein leikonan hafi stundum fyrir glöggt auga virst aðeins úr takti.
Ég mæli heilshugar með þessarri mynd, hún er áhrifamikil innsýn í líf og huga unglinsstúlkna og margt af því sem stúlkurnar glímdu við er það sama og stúlkur eru að upplifa í dag, en svo er einnig gott að sjá hversu langt við höfum komist á mörgum sviðum og afhverju konur fóru að berjast fyrir jafnrétti og standa upp á móti feðraveldinu.
Næsta sýning og jafnframt sú síðasta er á laugardaginn kl 21:00
[youtube]http://youtu.be/mx5VMz89_RE[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.