Elena er brasilísk heimildarmynd um leit kvikmyndagerðarkonunnar Petru Costa að eldri systur sinni, Elenu.
Fyrir um það bil tveimur áratugum fór Elena til New York til þess að fylgja draumi sínum um að verða leikkona eftir, fyrir einum áratug fylgdi Petra henni þrátt fyrir það að móðir hennar hefði sagt henni að hún gæti orðið hvað sem er í heiminum, nema leikkona, og að hún mætti búa hvar sem er í heiminum, nema í New York.
Á meðan Petra leitar að Elenu með því að líta til baka á bréf sem systir hennar skildi eftir og heimamyndbönd byrja skilin á milli systranna að mást út, þar til Petra finnur loks Elenu á óvæntum stað.
Elena er fallega uppsett heimildarmynd um systkinaást og missi, atburðarrás myndarinnar gerist fremur hægt svo það er gott að vera vel undirbúinn fyrir það, en myndin heldur manni samt vakandi með fallegum klippum og myndum úr æsku þeirra systra og með fallegum hugleiðingum Petru um systur sína sem hvarf úr lífi hennar fyrir svo löngu síðan.
Elena er klárlega fyrir þá sem njóta þess að horfa á myndir í listrænni kantinum, næsta sýning er þann 6. okt kl. 20:00 í Norræna Húsinu.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=RmoXIxoM99s[/youtube]
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.