Söngvarinn Ricky Martin talar opinskátt um líf sitt og tilveruna í nýjasta tölublaði GQ Australia, þar talar hann meðal annars um þegar hann kom út úr skápnum, börnin sín og líf sitt núna.
Í viðtalinu segir Ricky að þegar hann var að alast upp í Puerto Rico hafi hann lagt þá sem hann vissi að væru samkynhneigðir í einelti. Hann vissi að hann var ekki eins og hinir og laðaðist frekar að karlmönnum en konum en vildi ekki að neinn vissi af því svo hann hélt að ef hann myndi vera grimmur við samkynhneigða þá myndi fólk ekki halda að hann væri hommi.
RIcky áttar sig á því núna hversu heimskulegt þetta var en líf hans var ein stór lygi þangað til hann kom út úr skápnum árið 2010. Hann á tvíburasyni sem hann elskar og dáir og vill að þeir alist upp þar sem lífið er ekki ein lygasaga, hann er hreinskilinn við þá og kennir þeim að koma vel fram við alla, hvernig sem þeir eru.
Þegar Ricky kom út úr skápnum þá gaf hann út tilkynningu sem hljóðaði svo;
‘I am proud to say that I am a fortunate homosexual man,’ I am very blessed to be who I am.’
Eða: Ég segi frá því með stolti að ég er samkynhneigður, ég er mjög þakklátur fyrir að vera sá sem ég er
Í viðtali við Larry King sagði hann:
“í dag er ég hommi og allt við það að segja það er svo rétt, ef ég vissi hversu góð tilfinning það yrði að koma út úr skápnum opinberlega þá hefði ég gert það fyrir tíu árum síðan.”
Ricky er með hjartað á réttum stað núna og það er ánægjulegt að heyra að hann elur syni sína upp við að elska náungann -sama hvernig hann er, við ættum að taka hann til fyrirmyndar!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig