Það hefur líklega ekki farið fram hjá neinum að Rykjavík Fashion Festival fór fram með pomp og prakt síðastliðna helgi. Skilst að hátíðin hafi verið einstaklega glæsileg – hún toppar sig ár hvert!
Ég komst að þessu sinni því miður ekki á hátíðina í ár en fylgdist eins vel með og hægt var í gegnum netið. Eftirfarandi lúkk vöktu athygli mína, topp 10:
Scintilla kom mér skemmtilega á óvart – vissi ekki við hverju ég átti að búast í raunninni en sýninin var litrík, skemmtileg og öðruvísi. Þetta dress stóð upp úr að mínu mati frá þeim – langar í það í heild sinni!
Magnea bauð upp á þessi matchy – set sem ég er voðalega skotin í! Prjónabuxur er kannski eitthvað sem ég þyrfti að venjast, en töff eru þær!
Þessi jakki fer beint á óskalistann! Topp næs! Frá JÖR
Annað dress frá JÖR sem fangaði augað – einfaldur en samt svo öðruvísi, meikar það einhvern sense?
Þessi kjóll er úr smiðju Siggu Maiju – klassísk og falleg flík sem ég vil ólm fá í minn fataskáp!
Þessi tvö outfit frá EYLAND kalla á mig – töff og klæðilegur samfestingur og þessi kjóll með skemmtilega einföldu munstri. Sé fyrir mér að klæða hann bæði upp og niður við misjöfn tilefni! Langar!
Silki og glansandi fínar flíkur frá Another Creation
Stórt klapp fyrir íslenskri tísku og öllum sem koma að RFF!
Myndirnar fékk ég lánaðar af rff.is teknar af Birtu Rán, einstaklega hæfileikaríkur ljósmyndari sem hún frænka mín er!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com