Það er fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir sem er á bak við merkið Ziska, en Harpa var ein átta hönnuða sem sýndi nýjustu línur sínar í Hörpu á RFF.
Sýningapallurinn var mjög látlaus sem gerði það að verkum að flíkurnar fengu að njóta sín 100%.
Svartur í bland við pastel liti var sú litapalletta sem einkenndi línuna. Leður og silki var áberandi en auk þess mátti sjá þykkar og afskaplega kósý peysur. Printið á mörgum flíkunum fannst mér mjög skemmtilegt.
Magabolir hafa verið að ryðja sér til rúms á ný í tískuheiminum og fylgdi Harpa þeim straumi eftir og mátti sjá bæði boli og peysur í þeim stíl.
Ég er viss um að allar dömur geti fundið sér eina eða fleiri flíkur sér til hæfis í þessari línu. Mjög skemmtileg og smart lína.
Sjá fleiri myndir sem ég fékk að láni frá hinni hæfileikaríku Birtu Rán hér að neðan…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com