ÝR…
… Þrastardóttir og hennar hönnun stóðu að mínu mati uppúr á Reykjavík Fashion Festival.
Sniðin, smáatriðin og heildarútkoman myndaði fullkomna heild og línu sem myndi sóma sér vel á stórum sýningum í París, New York og London. Ég var eiginlega bara dolfallin, þessi hönnuður kemur mér sífellt á óvart, mér fannst hún æðisleg í fyrra en hún náði að toppa sig núna.
…ég held ég hafi bara fengið gæsahúð, ég gleymdi meirasegja að mynda nema rétt í byrjun.
Ýr hefur þetta sérstaka “je ne sais quoi”, eigið handbragð sem maður þekkir hana fyrir. Stíllinn er orðinn fágaðri og klassískari en fyrir ári en hún heldur töffaraskapnum við. Sýningin var sett upp eins og “installation”, fyrirsæturnar stilltu sér ein af annarri upp á palla við tónlist sem rann áreynslulaust saman og ég held ég hafi bara fengið gæsahúð, ég gleymdi meirasegja að mynda nema rétt í byrjun.
Meðfylgjandi myndskeið er af finale hjá Ýr.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=qixTlZh1neQ&feature=youtu.be[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.