BIRNA er einn af hönnuðunum sem taka þátt í Reykjavík Fashion Festival. Hér svarar hún nokkrum laufléttum spurningum og deilir með okkur skemmtilegri lífsreynslusögu!
Segðu mér aðeins frá nýju línunni: Þegar við vorum að mynda “kataloginn” fyrir þessa línu (Haust/Vetur 2012) fengum við stíistinn og verslunarstjórinn minn gæsahúð! Það segir eiginlega allt. Ég er mjög ánægð og finnst ég vera búin ad finna mig. Ég er að gera það sem mig langar til en ég var í of langan tíma týnd í því sem ég var ad gera og BIRNA var ekki lengur eins og ég vildi. Vetrarlínuna 2012 – TB- Collection hef ég hannað fyrir sjálfa mig en TB er BIRNA með snert af Grace Jones, Twiggy, Faye Dunaway,Patti Smith og svo mörgum öðrum “inspirational” konum.
Hvar lærðir þú? Copenhagen Fashion and Design School.
En eitthvað voru kökurnar eitraðar því ég þurfti að hlaupa á klósettið og kasta upp í miðjum viðræðum. Þegar ég kom aftur hótaði stór og sveittur sonur eigandans mér á meðan hann skyrpti framan í mig að ég þyrfti að borga háar upphæðir til að fá efnalagerinn minn afhentann.
Hvers vegna valdir þú að verða fatahönnuður? Ég valdi það eiginlega ekki, það má segja ad hönnun hafi valið mig. Það var alltaf verið að spyrja mig hvar ég fengi fötin sem ég var í og ég hafði búið þau til sjálf. Ég ætlaði að verða leikkona en raddböndin klikkuðu og eftir þriðju aðgerðina neyddist ég til að hætta við það og ákvað þá að verða fatahönnuður. Lestu meira um það HÉR.
Hvert stefnir þú í framtíðinni? Ég er ekkert að plana allt of mikið eða langt fram í tímann. Ég er búin að vera að vinna að BIRNU í bráðum 10 ár og hef planað ansi margt og veit því af gefinni reynslu að allt getur breyst á augabragði. Svo mín plön eru ekki að vera með nein “major” plön , önnur en að halda áfram og þróast í því sem ég er að gera. Líklega mun ég opna fleiri BIRNU búðir en reyna samt að vinna minna en 12 tíma á dag.
Hvers vegna tekur þú þátt í RFF ? Til ad kynna nýjasta nýtt frá BIRNU! Ég er búin að vera vinna í því síðustu 3 “collection” að breyta BIRNU og mér líður núna loks eins og ég sé að verða komin þangað sem ég ætla mér með merkið. Ég hlakka til að sýna afraksturinn.
Stjörnumerki og áhugamál fyrir utan tísku? Ég er fiskur sem stundar jóga og fer á snjóbretti.
Skemmtileg eða fyndin uppákoma úr tískubransanum? Ég gæti skrifað margar bækur með frásögnum og það myndi líklega enginn trúa 99% af því sem ég hef upplifað. Eitt það klikkaðasta og um leið fyndnasta sem ég hef upplifað var í verksmiðju sem ég var í viðskiptum við í Póllandi fyrir nokkrum árum. Ég var að hætta viðskiptum við verksmiðjuna og var stödd þar með túlki til að taka út stöðuna á þeim efnum sem ég átti þar á lager og ætlaði að láta senda í aðra verksmiðju. Ég sat á pínkulítilli skrifstofu í uppblásnum “Chesterfield” sófa úr plasti og á borðinu voru bleikar kökur sem ég smakkaði í kurteisisskyni. En eitthvað voru kökurnar eitraðar því ég þurfti að hlaupa á klósettið og kasta upp í miðjum viðræðum. Þegar ég kom aftur hótaði stór og sveittur sonur eigandans mér á meðan hann skyrpti framan í mig að ég þyrfti að borga háar upphæðir til að fá efnalagerinn minn afhentann. Ég skuldaði þeim ekki eyri og neitaði að sjálfsögðu borga, þá neyddist túlkurinn minn til að hlaupa á klósettið og æla (líka út af kökunum) og brjálaði sonurinn hélt áfram að öskra á mig á pólsku.
Þá mættu tveir flutningamenn sem ég hafði ráðið til að sækja lagerinn. Þeir virtust vera blindfullir og fóru að rífast hástöfum við mannninn sem neitaði að afhenda efnin, í sömu andrá bættist eigandinn, sem var eldri kona, líka í rifrildið og hundurinn hennar fór að gelta og gelta.
Mér leið eins og ég væri föst í lélegri bíómynd og þurfti að loka augunum og opna aftur til að vera viss um að þetta væri að gerast í alvöru. Til að gera langa sögu stutta komst ég undan 5 klukkutímum seinna með efnin mín þökk sé flutningamönnunum fullu sem næstum gengu í skrokk á brjálaða syninum.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.