Um helgina er RFF Reykjavík Fashion Festival og að því tilefni munu verslunareigendur í miðbænum halda Tískuvöku í kvöld.
Verslanir munu framlengja opnunartíma sinn til kl. 21, svo milli kl. 18-21 er húllúmhæ og munu verslanir bjóða uppá sérstök tilboð, drykki, plötusnúða, lifandi tónlist og tísku- & lífstílsþemu í verslunum sínum.
Tískuvaka eða “Fashion night out” er haldin að erlendri fyrirmynd en kvöld með lengri búðaropnun er vinsæl hefð fyrir tískuvikurnar í París, London og New York.
Verslanir sem hafa þegar staðfest þátttöku sína eru:
38 Þrep
66°North (Bankastræti 5)
66°North (Bankastræti 9, barnaföt)
Aftur
Atson
Birna Concept Shop
Borð Fyrir Tvo
Cintamani
Eggert Feldskeri
ELLA
EVA
Fjallakofinn
Gaga Different Clothing
GK
Gust
Gyllti Kötturinn
GÞ Skartgripir
Hringa
Hrím
Huld
Icewear
IQ
Ísfold
Jónsdóttir & co.
Kiosk
Kókó
Kron
KronKron
Listaselið
Lífstykkjabúðin
Lítil í upphafi
MOMO
Móðir Kona Meyja
Mundi
Nikita
Nostalgía
Nostrum
Orr
Ófeigur Gullsmiðja
Rakel Hafberg Collection
Reykjavík Crafts
Rósa Icelandic Design
Sigurboginn
Skarta
Skór
Spaksmannsspjarir
Spútnik
Stíll
Sævar Karl
Thorvaldsensfélagið
Tiia
Vinnufatabúðin
Volcano Design
Zebra Cosmetique
Þorsteinn Bergmann
RFF 2011 heimildarmyndin verður svo sýnd kl. 21:15 í aðalsal Gamla bíós þar sem VOGA býður upp á drykki.
Klæðum okkur upp, skellum okkur í miðbæinn og fögnum íslenskri tísku & lífstíl á FYRSTU Tískuvöku Reykjavíkur!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.