Eitt risastórt VÁ yfir nýjustu línu REY sem sýnd var á RFF.
Einfaldleiki, fágun og glæsileiki einkenna flíkurnar sem fyrirsæturnar klæddust. Svartur og hvítur er áberandi í línunni sem þó er poppuð upp með hárauðum og silfruðum. Mín tilfinning þegar fyrirsæturnar gengu pallinn var sú að þessi klæðnaður væri svolítið Parísarlegur. Ég sé fyrir mér hina týpísku parísarkonu skarta þessum flíkum. Er það ekki vísbending um að línan sé einstaklega kvenleg og fáguð? Það held ég.
Ég verð að nefna sérstaklega hattinn sem margar fyrirsæturnar báru. Nú er ég ekki mikil hattamanneskja en þessi hattur, hann skal verða minn! Einstaklega smart!
Eina sem ég get sett út á er sviðsmyndin og einungis vegna þess að ég fékk ekki að njóta þess að sjá flíkurnar nema helminginn af tímanum sem fyrirsæturnar voru staddar á sviðinu. Helming tímans voru fyrirsæturnar faldar bak við speglana sem komið var fyrir á miðju sviðinu.
Myndir: Birta Rán
Fleiri myndir af stórkostlegri sýningu:
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com