JÖR er svo sannarlega búinn að koma sér í hóp okkar bestu hönnuða á örskömmum tíma. Fatnaðurinn, sýningin, förðun og stíll, bara allt við þessa sýningu var óaðfinnanlegt! Ég var dolfallin, eins og margir aðrir skilst mér.
Nú þegar eru margar flíkur komnar á óskalistann, sérstaklega þessar hér:
Ég er svo gífurlega hrifin af þessu heildarlúkki! Mjög smart.
Þessi kápa er æði! Klæðileg, kvenleg, töff.. já bara svo margt!
Þessi kápa. Ég á engin orð hún er svo fín og falleg.
Stubburinn ég myndi þó kjósa hana örlítið styttri. Það hlýtur að vera hægt að kippa því í liðinn þegar hún verður mín. Já ég segi þegar!
Þetta outfit í heild sinni er velkomið í minn fataskáp. Bara allveg endilega!
Ég hlakka til að sjá vonandi svo miklu meira frá Guðmundi í framtíðinni! Þær línur sem komið hafa frá honum hingað til: BRAVÓ!
Myndir af allri sýningunni hér að neðan…
Þetta er mín síðasta færsla um RFF – kominn tími til, enda rúm vika síðan festivalið kláraðist. Ég þakka Birtu Rán kærlega fyrir afnotið af myndunum.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com