Sýning Magneu á Reykjavík Fashion Festival á laugardaginn hófst á trylltri ljósasýningu og undir hljómaði taktföst tónlist. Skemmtileg byrjun sem fékk mann til að bíða í eftirvæntingu eftir að fyrirsætan sem stóð á enda sýningapallsins gengi fram og sýndi áhorfendum flíkurnar sem hún klæddist.
Línan stóð undir væntingum, en ég var mjög spennt að sjá útkomuna á þessari fyrstu tískusýningu hennar á RFF. Prjónaflíkur voru áberandi, enda Magnea þekkt fyrir einstaka hönnun á því sviði. Litatónar línunnar voru ekki margir en ó, svo fínir. Svartur, grár og vínrauður… fullkomin blanda fyrir vetrarflíkur!
Höfuðfatið sem fyrirsæturnar báru setti skemmtilegan svip á heildarútlit þeirra ásamt virkilega fallegri förðun. Sýningin endaði svo á sama taktfasta ljósashowinu, þar sem fyrirsæturnar stóðu á sitthvorum enda pallsins og snéru að áhorfendum.
Skemmtileg og einstök sýning.
Birta Rán á heiðurinn af myndum sem birtast hér með þessari umfjöllun.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com