ELLA
Smekklegar og kvenlegar flíkur með vísun til fimmta áratugarins, gæðalegar og nothæfar og munu eflaust prýða íslenskar framakonur á næstunni. Sýningin var flott í alla staði, fyrirsæturnar í stíl fimmta áratugarins en þó með hárið nútímalegra. Fallegar aðsniðnar dragtir, kjólar og yfirhafnir. Ég hefði viljað sjá eitthvað sem skæri Ellu frá fjöldanum, eða „crazy showpiece“ en annars var þetta mjög vel gert, kanski of vel gert?
Milla Snorrason
Sæt fyrsta sýning hönnuðar, frumleg snið og mynstur. Undirspil sýningarinnar var jóðl-söngur svo ekki var langt að sækja húmorinn. Fatnaður sem höfðar til yngri kvenna sem þora að vera öðruvísi og taka sig ekki of alvarlega. Þó þetta sé ekki „minn tebolli“ finnst mér Milla Snorrason sýna frumleika, hugrekki og vandvirkni.
Birna
Gylltar plastbuxur, samfestingar með “sækadelik” mynstri, klassískar og líka litríkar prjónaflíkur, hálsklútar, loðhúfur, skærar sokkabuxur og vintage stígvél. Ég ferðaðist aftur til 1995 í huganum en ég gat ekki alveg staðsett þetta þar. Mér tókst að sjá fallegan prjónakjól og samfesting með hettu sem ég fílaði en ég vissi ekki hvert augun og hugurinn ætluðu. Ég er ekki búin að ná þessu, eflaust margt flott inn á milli en of mikið í gangi í einu.
Ziska
Draumkenndur og myrkur stíll, rokkaðri en áður en þó með sérstöku handbragði sem maður þekkir Hörpu Einarsdóttur fyrir. Krummi Björgvins setti afar myrkan tón sýningarinnar með dauða-elektró-rokki.Fatnaður sem hentar jafnvel persónu úr Eve online og manneskju í raunveruleikanum, mikið í svörtu – ég var sérstaklega hrifin af áprentununum og “alheimsauganu” sem virðist fylgjast með manni.
REY
REY tekst á frábæran hátt að taka hefðbundnar flíkur og bæta sérstöðu við þær sem gefa þeim óhefðbundnara útlit, en henta engu að síður hvort sem er á Wallstreet eða í tískupartý í East Village. Mjög nothæfar og klæðilegar flíkur fyrir konur á öllum aldri.” Femme fatale” leðurkjóllinn er eitthvað sem ég VERÐ að eignast.
Ég mæli með að þú kíkir á http://www.nowfashion.com að sjá góðar myndir frá sýningunum.
Ég læt myndskeið búið til úr myndum frá öllum sýningunu fylgja hér:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=BNgKl4IucYA&feature=player_embedded[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.