Kormákur & Skjöldur
… eru Savile Row Íslands.
Guðmundur Jörundsson hönnuður nær á frábæran hátt að nota efnivið breskra sjéntilmanna og hanna úr því föt sem maður ímyndar sér að fínustu hreppsstjórar Íslands hafi klæðst í gamla daga. (Þeir hafa þó sennilega ekki verið svona smekklegir?).
Jakkaföt, vesti og yfirhafnir fyrir íslenska karlmenn sem vilja klæðast tímalausum klassískum fatnaði með stíl.
Sýningin samanstóð af myndarmönnum á öllum aldri sem sýndi að það er ekki einhver ein týpa sem passar í þennan fatnað, hann passaði þeim öllum fullkomlega og þeir voru flottastir.
Hér að neðan er smá myndbrot frá sýningu þeirra kappa síðastliðið föstudagskvöld.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=svVeT2McNaU&feature=g-upl&context=G27bed11AUAAAAAAAAAA[/youtube]Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.