Dagana 29. mars til 1. apríl er Reykjavík Fashion Festival, uppskeruhátíð fatahönnuða á Íslandi.
Hvert stefnir þú? Stefna framtíðarinnar er ekki ákveðin, eina sem ég veit um framtíðina er að ég á bókaða veiði 7 daga á ári í uppáhalds ánni minni næstu tíu árin. Þess utan vonast ég til að gera Kormáks & Skjaldar merkið að glæsilegu merki sem getur sinnt íslenskum karlmönnum og glatt, vonandi erlenda líka á næstu árum.
Hvers vegna valdir þú að verða fatahönnuður? Ég get ekki sagt að ég hafi valið að verða fatahönnuður, það bara gerðist. Veit ekki alveg hversvegna. Ég hef áhuga á fötum, smáatriðum, heildarmynd og hugarheimum.
Hvers vegna takið þið þátt í RFF? Við tökum þátt í RFF til að leggja grunn að því sem koma skal, taka þátt og efla íslenskan tískuiðnað. RFF er flottur stökkpallur á næsta stig fyrir merkið og þangað erum við á leiðinni. Við hlökkum til.
Stjörnumerki þitt og áhugamál fyrir utan tísku? Ég er sporðdreki í allri sinni merkingu. Áhugamál mín eru töluvert karlmannlegri en starfsvettvangur minn, veiði, skíði, fótbolti. Þess á milli er ég alltaf með eitthvað á heilanum. Það er oft stutt í þráhyggju hjá mér.
Til að sjá nýjasta fatnaðinn frá Kormáki & Skildi má smella hér!
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.