JÖR by Guðmundur Jörundsson var sú sýning sem heillaði mig lang mest á RFF helgina sem leið.
Falleg snið, röndótt, svart og hvítt og allskyns mynstur voru allsráðandi. Ég elskaði stemninguna á sýningunni. Tónlistin og módelin voru punkturinn yfir i-ið og gerðu sýninguna fullkomna.
Flestir sem ég hef talað við sem voru á RFF eru sammála enda maðurinn algjör snillingur.
Myndirnar hér að neðan tóku Ingimar Flóvent og Þormar Gunnarsson á sýningu JÖR sem fór fram seinnipart síðasta laugardags í Hörpunni.
_________________________________________________
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.