Hildur Yeoman
… var án efa með skemmtilegustu sýninguna á RFF sem hún nefndi Xanadu eftir diskó laginu góða. Hönnuðinum er margt til lista lagt og er hún frábær teiknari og myndlistakona auk þess að vera fatahönnuður.
Hildur skapaði dásamlega ævintýarveröld í Silfurbergs salnum í Hörpu. Daníel Ágúst tók lögin Xanadu og Ladyshave og dansarar, fyrirsætur og börn sýndu, dönsuðu og renndu sér á hjólaskautum um sviðið.
Fatnaðurinn var aðallega “showpieces” (sýningareintök fyrir þetta tilefni) sem voru listilega útsaumuð en mátti þó sjá falleg nærföt, hekluð hálsmen og og áprentaðar flíkur sem væntanlega munu koma í sölu í haust.
Sannarlega frumleg, skemmtileg og flott sýning sem kom öllum í gott skap, sniðugt að byrja hátíðina á glys og gleði.
Að neðan er myndskeið frá sýningunni þar sem Daníel Ágúst tekur Ladyshave.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ps9bntTofxI&feature=youtu.be[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.