Stríðsárin settu svip á sýningu ELLU á Reykjaví Fashion Festival. Í upphafi birtust stríðsmyndir á skjánum og tískusýningin sjálf hófst þannig að fimm fyrirsætur komu arkandi inn á dramatískan hátt klæddar svörtum kápum. Kápurnar bera einmitt heitið Army.
Línan skartar að venju hönnun sem mun standa tímans tönn. Stílhreinar og vandaðar flíkur í köldum litatón.
Sérstakt hrós fá kápurnar í þessari línu, ég var allveg dolfallin! Ein slík fer beinustu leið á óskalistann!
Sýningin gaf vel til kynna hvað ELLA stendur fyrir: fágun, virðingu og ábyrgð. Glæsileg í alla staði.
Myndir: Birta Rán
Sjá fleiri myndir hér…
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com