Það eru fáar borgir jafn hressandi, yndislegar og örvandi á sumrin og Reykjavíkin okkar besta.
…Þá fyllist miðbærinn af kátu fólki sem veit fátt ljúfara en frelsið sem fylgir því að þurfa ekki að hýrast samanherptur í kuldanum, alltaf inni, hangandi í tölvunni eða fyrir framan skjáinn.
Pjattrófurnar fengu þessar flottu myndir frá ljósmyndaranum Jóa Kjartans að láni en hann leggur vélina sjaldan frá sér – hvað þá á nóttunni þegar sól skín í heiði og hamingjan gýs úr sálum sætra villikatta af báðum kynjum.
Smelltu á smámyndirnar til að skoða og fletta…
(og á litla gráa kassann í hægra horni til að stækka 😉
Hér eru svo fleiri myndir frá Jóa á www.joi.is
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.