Ég hef áður fjallað um hana (hér) og mun eflaust fjalla um hana aftur og aftur, enda er verslunin Ungfrúin góða ein af mínum uppáhalds búðum í borginni!
Nýlega hafa þær stúlkur í búðinni tekið í sölu hin rammíslensku bjórglös sem Loftur Leifsson hannaði og eru myndskreytt með helstu goðum Ásatrúarinnar. Í tilefni af bleikum október mun 500 krónur af hverju seldu glasi hjá Ungfrúnni góðu renna til krabbameinsrannsókna, ekki amalegt það! Frábært að geta keypt jólagjafirnar tímalega ásamt því að styrkja gott málefni.
Ungfrúin góða fagnar einnig eins árs afmæli sínu þessa vikuna og í því tilefni munu allar vörur vera á 15% afslætti á morgun laugardag, 30% af skóm og ilmkertin góðu eru á sérstöku afsláttarverði, svo það er um að gera að drífa sig af stað og næla sér í einn dásemdar gullmola úr búðinni en nóg er af þeim þar get ég sagt þér.
Kíkjum á nokkrar af mínum uppáhalds vörum hjá Ungfrúnni góðu þessa dagana:
Klútarnir, hálsfestarnar, kertastjakarnir og uglurnar, já sjáðu þessa ofur sætu uglulampa!
Varð að setja inn eina nærmynd af bleiku uglunni. Þetta er lampi sem gjörbreytir þreyttu og lúnu rými í eitthvað skemmtilegt, líflegt og fallegt á augabragði.
Til hamingju með árs afmælið Ungfrúin góða!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.