Gammur, ný íslensk hönnun og framleiðsla á kvenfatnaði kynnir vor- og sumarlínu sína með gangbrautartískusýningu sem haldin verður á gatnamótum Hverfisgötu og Klapparstígs í kvöld, laugardagskvöldið 21. maí kl. 21.00.
Að sögn hönnuðanna henta flíkurnar öllum konum en línan samanstendur meðal annars af kjólum, leggjum, yfirhöfnum og peysum úr léttum, skemmtilegum og þægilegum efnum. Gunnhildur Stefánsdóttir, textílkennari er eigandi og hönnuður Gamms. Gunnhildur segist vera undir áhrifum frá borgarumhverfinu í hönnun sinni en flíkurnar einkennast af gáskafullum litum, mýkt og hreyfanleika með alvarlegri undirtón.
Gammur opnaði verslun að Hverfisgötu 37 (Barber Theater) í febrúar og viðtökurnar hafa verið góðar enda íslensk hönnun alltaf kærkomnari neytendum.
Þannig að ef þú vilt gera eitthvað öðruvísi í kvöld þá er um að gera að skella á sig trefli og skunda niður á Hverfisgötu þar sem fyrirsæturnar munu ganga yfir gangbrautina klukkan 21:00. Skemmtilega öðruvísi nálgun!
Kíktu hér á Facebooksíðu Gamms.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.