Það er greinilega nóg að gerast í dag… Akkúrat núna er að opna spennandi fatamarkaður í Tjarnarbíói við Reykjavíkurtjörn.
Það eru skvísurnar úr fótboltafélaginu FC ógn sem eru að afla liðinu tekna en þær eru Lilja Nótt Þórarinsdóttir leikkona, Rakel Garðarsdóttir Vesturporti, Svandís Dóra leikkona, Bára Kristgeirsdóttir listnemi, Harpa Ómarsdóttir og Vala Garðarsdóttir fótboltakempa og fornleifafræðingur.
Staðurinn opnar nú á hádegi þann 12. Febrúar og hægt verður að tylla sér niður á kaffihúsinu, gæða sér á ekta íslenskri brauðtertu, fá sér kaffi eða bara einn kaldan.
Síðar í dag ætlar KK að koma með gítarinn sinn og taka lagið. Ætlunin er að frábæra stemmningu með músik, atriðum, flottum fötum, kúltúr og góðum mat í nýrri menningarmiðstöð í hjarta borgarinnar.
Ég ætla að kíkja við hjá þeim þegar ég er búin að styrkja ástina og barnaspítalann…
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.