Á fimmtudaginn síðasta opnaði ný verslun Epli.is í Smáralindinni.
Svo undarlega vill til að nóttina áður en þeir eplastrákar tóku úr lás, lést átrúnaðargoðið Steve Jobs. Vonandi vakir andi hans yfir Epli í Smáralind en ef marka má eftirvæntinguna fyrsta daginn á verslunin eftir að njóta mikilla vinsælda.
Sjálf hef ég snúist alfarið til Eplatrúar eftir að hafa árum saman notað PC tölvur. Ekki einasta eru þetta ákaflega notendavænar tölvur heldur eru þær líka smart og fylgihlutirnir eins og hlífar eða hulstur utan um iPhone síma eru líka voða töff. Þá eru ónefnd öll sniðugu forritin sem fylgja nýrri Eplatölvu, t.d. Garage Band, iPhoto og iMovie.
Hér eru nokkrar myndir úr nýju búðinni. Mæli með því að þú kíkir þangað næst þegar farið er í Smáralindina.
PS. Í þessum skrifuðu orðum var verið að uppfæra stýrikerfi Apple.com í ios 5. Það felur í sér allskonar spennandi nýjungar sem hægt er að fræðast um HÉR.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.