Það má segja að Skeifan sé orðin miðstöð vefnaðarvöruverslana á stór Reykjavíkursvæðinu en ekki fyrir löngu hóf efnabúðin Twill starfssemi sína í Fákafeni 9.
Andrúmsloftið í Twill er einstaklega afslappað og afgreiðslustúlkurnar ótrúlega áhugasamar að heyra hvað maður er að fara sauma, hjálpa til við valið á efnunum og gefa sér góðan tíma til að spjalla og veita ráðleggingar.
Uppsetningin á efnunum er smart og eru þau öll uppsett á rúllum, svona eins og í teppabúðum, en það gerir það að verkum að maður fær betri tilfinningu fyrir efninu, sér meira af því og það nýtur sín margfalt betur.
Það er einstaklega huggulegt í búðinni en boðið er upp á kaffi og þar er hægt að tylla sér niður í sófa, fletta blöðum og velt því fyrir sér hvað sé nú sniðugt að sauma en á meðan geta krílin leikið sér í horninu.
Það er upplagt fyrir saumaklúbbinn að mæta í Twill á fimmtudögum en þá er opið til 21:00. Hina virku dagana er opið til 18:00 og á laugardögum er svo opið frá 11-15.
Vöruúrvalið í Twill er gott, birtan er góð, til er endalaust af efnum, rennilásum, borðum, tölum og fleira fylgidóti og verð ég nú að segja fyrir mitt leiti að ég fagna því að búðin sé komin rétt hjá heimilinu mínu.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.