Ný steikt egg, volgar pönnukökur, glitrandi síróp, rjúkandi kaffi og freyðandi mímósa…
Mmmmm…ætli þetta hafi ekki verið besti brönsinn í bænum?
Síðasta laugardag gerðum við Pjattrófurnar okkur glaðan dag og hittumst í bröns á stað sem við höfðum aldrei komið á áður. Staðurinn heitir Gata en áður hefur húsnæðið hýst m.a. banka og aðra veitingastaði.
Gata lætur ekki mikið yfir sér. Þetta er mjög ‘beisikk’ staður, jafnvel pínu of beisikk fyrir suma, en brönsinn er dásamlegur og það er það sem þetta snýst allt um. Á risastórum diski fær maður allt þetta helsta og meira eða minna til því þú getur sniðið brönsinn að eigin smekk. Ef þig langar meira í reyktan lax en pylsur og beikon þá er það minnsta málið, viltu ost – það kemur ostur á diskinn. Frábær þjónusta – ekkert vesen og unaðslegur matur!
Myndirnar segja auðvitað meira en allt okkar mas svo hér koma þær. Farðu í bröns þarna á morgun. Sérð ekki eftir því. Verðið er á bilinu 1700-2200 fyrir risabröns og auðvitað geta vinkonur skipt svona á milli sín. *** Því miður lokaði GATA fljótlega eftir að greinin birtist þar sem eigendurnir misstu húsnæðið. Við bíðum spenntar eftir nýjum stað.
Mmmmmmm*
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.