Það er fátt eitt betra sem ég veit en að borða á stað sem er fallega hannaður og í senn með unaðslegum mat
Á dögunum fórum við nokkrar pjattrófur á veitingastaðinn Ísfold Bistro – Bar & Spa sem er staðsettur á CenterHotel Þingholt í Þingholtsstræti.
Staðurinn er hannaður af arkitektunum í Batteríinu www.batteriid.is og var þemað í innanhússhönnun staðarins byggt á hönnun hótelsins sem Gulla Jónsdóttir arkitekt hannaði.
Gulla er vel þekktur arkitekt um víða veröld, hún býr og starfar í Los Angeles og hefur hannað marga flotta staðina í Los Angeles. Hún rekur fyrirtækið Gplusdesign og er alveg ótrúlega fær á sínu sviði. Staðirnir hennar eru ævintýralegir með góða dýpt, karakter og hlýju.
En staðurinn Ísfold Bistro hefur allt sem góður veitingastaður þarf til að veita góða og þægilega þjónustu. Flottan sal, flottur er kannski ekki orðið. Ævintýraleg fegurð er frekar málið.
Þegar þú kemur inn þá tekur við þér þægilega birta, ekki of björt, ekki of dimm, heldur svona kósí birta með fallegum loftljósum. Borðin eru klædd með leðri og stólarnir með svart/hvítri nautshúð. Veggirnir eru samspil á milli vatnsfossa, tréverka og lýsingu. Algjört augnayndi fyrir þá sem elska að vera í fallegu og þægilegu umhverfi.
Jón Stefán Einarsson arkitekt hjá Batteríinu sá um yfirumsjón yfir hönnun staðarins. Allur húsbúnaður og ljós voru hönnuð af Batteríinu og fengu þau frábært fólk með sér til verks. Sem dæmi má nefna stólana og borðin sem Jón Stefán hannaði og GÁ húsgögn smíðuðu. Bryndís Bolladóttir hönnuður gerði ullar kúlurnar sem eru á veggnum inn í fundarherbergi í samvinnu við Batteríið.
Daníel Hjörtur Sigmundsson listasmiður smíðaði stóru viðarborðin, fatahengin og tréverkið í kringum sófann í lobbýinu.
Frábær þjónusta og magnaður matur
Þjónustan er ótrúlega skemmtileg. Þarna tóku á móti okkur ákaflega skemmtilegir þjónar sem allt vildu fyrir okkur gera.
Þau voru í senn mjög “professional” (afsakaðu að ég nota ensku) og vinaleg í senn og algjörlega með húmorinn á réttum stað.
Þá á ég bara eftir að tala um matinn. Maturinn…mmm…ó maturinn..
Við pöntuðum okkur fordrykk til að byrja með og fengum okkur allar sitt hvora týpuna af fordrykk.
Ég get með sanni sagt að fordrykkirnir voru allir svakalega góðir og í stórum fallegum glösum.
Já, bæði stærð og útlit skipta máli og þetta var algjörlega málið, stærðin var mjög góð sem og útlitið. Svo ég tali nú ekki um bragðið, þeir voru alveg meistaralega vel gerðir og bragðgóðir.
Maturinn sjálfur var vel útlátinn og fallega upp settur. Sjálf fékk ég mér humar í forrétt því ég er sjúk í humar. En humar er lúxus fæða að mínu mati.
Eitt af því allra besta sem ég fæ að borða og hef því borðað nokkuð af honum í gegnum tíðina. Bæði heima og á veitingastöðum en þarna á Ísfold Bistro fékk ég humarinn matreiddan á annan hátt en vanalega.
Humarinn var guðdómlegur, já ég segi það og skrifa…guðdómlegur! Þvílíkt lostæti hef ég bara ekki prófað áður og mæli ég svo sannarlega með honum.
Í aðalrétt fengum við okkur stelpurnar bæði kjúkling, lamb og fisk. Allir réttirnir voru ótrúlegir! Bara brjálæðislega góðir réttir, rosalega vel útilagðir og flottir svo við vorum hæstánægðar. Svo ég tali nú ekki um eftirréttina.
Ég á nú smá erfitt með að lýsa þeim því ég fæ bara vatn í munninn. Mmmm þessir eftirréttir voru svakalega góðir, við ákváðum að fá smá smakk af því besta frá kokkinum og fengum eftirrétti á einum stórum bakka og deildum honum.
Algjör snilld og bragðlaukarnir okkar fögnuðu!
Dásamlegur endir á æðislega vel heppnuðu kvöldi.
p.s. Eitt enn varðandi humarinn..ég mæli eindregið með því að smakka þennan humar, þó það sé bara að stökkva inn á staðinn, panta eitt hvítvínsglas, humarréttinn og spjalla með góðri vinkonu – fullkomin uppskrift að góðu vinkonukvöldi!
Hér er Facebook síðan þeirrra.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.