Reykjavík Fashion Festival verður haldin hátíðlega í fyrsta skipti helgina 19.-20. mars og verður vonandi árlegur viðburður hér eftir.
Margir af heitustu hönnuðum Íslands sýna þar nýjustu hönnun sína ásamt því að á Nasa verður haldin heljarinnar tónlistarveisla. Meðal tónlistamanna sem spila á hátíðinni eru GusGus, Retro Stefson, Bloodgroup, Sykur og Peaches.
Tískusýningarnar verða haldnar í OJ Kaaber húsinu , Sætúni 8. E-label, Royal Extreme, Mundi, Hildur Yeoman, Nikita, Kalda, Birna eru meðal hönnuða sem munu sýna á hátíðinni. Hönnuðir eru samtals 22.
Þú getur keypt miða á hátíðina á www.midi.is og kostar 2800 á eitt kvöld en bara 3900 á alla hátíðina sem er ekki neitt fyrir heila helgi af tísku og góðri tónlist ! Engin tískudrós má láta þetta framhjá sér fara.
Tryggðu þér miða áður en þeir klárast!
Ég er búin að tryggja mér minn miða og hlakka endalaust til.
Sjá-umst!
Og ef þú kannaðist ekki við hana Peaches áður en þú last þetta þá geriru það núna 😉
Stella Björt útskrifaðist úr Borgó 2010 og starfar nú sem verslunarstjóri í Topshop í Smáralind. Þess á milli tekur hún að sér stílistaverkefni og hefur tekið námskeið í stíliseringu í London College of Fashion en stefnir á fullt nám þar í framtíðinni. Stella er tvíburi.