Leikkonurnar Elma Lísa og María Heba endurtaka leikinn frá því um síðustu helgi og splæsa í einn alveg frábæran fatamarkað í FÍL húsinu, Lindargötu 6 (hvítt steinhús, ská á bakvið Þjóðleikhúsið) laugardaginn næsta, 16. júlí milli klukkan 12 og 18.
Hvaðan kemur fatnaðurinn sem þið seljið á fatamarkaðnum María Heba?
María Heba: Fötin koma úr skápunum hjá okkur Elmu og eru keypt hér og þar og alls staðar!
Mottóið okkar þegar kemur að fatnaði er að það skiptir ekki máli hvaðan gott kemur! Í skápunum hjá okkur má því finna allskonar perlur frá íslenskum hönnuðum í bland við guðdómleg vintage stykki sem við höfum grafið upp í second hand búðum hér heima og erlendis auk þess sem við kaupum líka helling í búðum á borð við American Apparel, Urban Outfitters, HM, Primark, Zara og Topshop.
Þær stöllur lofa að vera með heitt á könnunni og búllan ku vera stútfull af fallegum fötum, skóm og glingri á besta verðinu í bænum.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.