Fyrir þá sem að elska að skoða og gramsa í gömlum hlutum þá ætti antíkverslunin Fríða Frænka að vera algjört himnaríki…
…Þar er hægt að finna allt á milli himins og jarðar, svo sem gamlar dúkkur, skartgripi, ljósakrónur og stærri húsgögn. Búðin er troooðfull að hlutum og húsgögnum þanng að maður verður að gefa sér góðan tíma ef að maður ætlar að ná að skoða allt.
Húsið sjálft sem staðsett er á Vesturgötu 3 er líka einstaklega fallegt og gamaldags. Það brakar í gömlu gólfinu og niðri í kjallara getur maður séð steinhlaðna veggina. Skemmtilegt!
Þó að þessi tveggja hæða búð sé gjörsamlega stútfull af gömlu dóti þá er allt mjög skipulagt og snyrtilegt. Gaman að dunda sér þarna inni.
Smellið á myndirnar fyrir neðan til að sjá smá sýnishorn úr búðinni.
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.