Hefurðu einhvern tímann hugsað um tilgang lífsins og velt því fyrir þér hvernig þú getur orðið besta útgáfan af sjálfri þér.
Vaknað síðan upp daginn eftir og ákveðið að byrja á laga sjálfa þig seinna. Frestunaráráttan bankaði skyndilega upp á og að liggja yfir Netflix allan daginn hljómaði sem betri kostur.
Hefurðu einhvern tímann hagað þér eins og bjáni við einhvern og séð eftir því? Þú reynir eftir bestu getu að standa þig í vinnunni, náminu, í samskiptum við fólkið í kringum þig en verður þó sífellt fyrir vonbrigðum með sjálfa þig. Þú átt til að gera hluti sem þú sjálf skilur hreinlega ekki. Kannski ertu klaufi. Kannski hefurðu sagt hluti sem betur eru ósagðir. Þú hefðir einnig getað farið oftar í ræktina í vikunni, farið fyrr að sofa, jafnvel borðað hollara eða haldið þriggja rétta matarboðið fyrir vinafólkið sem þú ert búin að vera á leiðinni að bjóða í mat í margar vikur.
Ertu raunverulega ófullkomin með allt niður um þig eða ertu einfaldlega mannleg og fullkomin eins og þú ert. Er ekki kominn tími til að hætta gagnrýna sjálfa þig og leyfa þér að vera stolt af sjálfri þér?
Ég rakst á þetta myndband og fannst það svo viðeigandi. Þegar ég horfði á það þá hló ég, fékk gæsahúð og táraðist því sama hversu gagnrýnar við erum á okkur sjálfar þá er þetta ósköp einfalt. Við erum bara mannlegar.
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=ccIt-qRQBoI[/youtube]
Vatnsberinn Marín Manda fæddist í Danmörku, er alin upp á Íslandi en hefur þó mestmegnis búið í Kaupmannahöfn á fullorðinsárum. Hún hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina: markaðsmál, blaðamennsku, útvarp, hönnun og sölu. Hún hefur rekið eigin verslun og er núna í fullu námi í nútímafræðum.
Marín Manda elskar að ljósmynda, hjóla með vindinn í andlitið, þræða nytjamarkaði, skoða innanhúshönnun, ferðast á framandi slóðir og svo er hún nýbúin að uppgötva jóga. Hún er ferðalangur, mikil draumórakona og stundum einum of einlæg. Hún er líka mamma, á tvö dásamleg börn sem heita Alba Mist og Bastian Blær.
Mottó: Kýldu á það!