Rétt um það leyti sem ég var að losna við fjandans flensuna komst ég yfir einn pakka af flensulyfinu Relenza.
Aðeins of seint í rassinn gripið en ef ég skyldi næla mér svínaflensuna sagði apótekarinn minn mér að þetta myndi „svínvirka“ gegn henni!
Relenza er lítið lyf í duftformi frá GlaxoSmithKline og er ætlað til innöndunar, það fæst aðeins gegn lyfseðli frá lækni og það má ekki auglýsa á nokkurn hátt.
Mig langaði þó að segja ykkur pjattrófum frá þessu, sérstaklega þar sem svínaflensan herjar á okkur í auknum mæli og margir vilja verja sig gegn henni. Frænka mín fékk einkenni flensunnar, mjög háan hita sem rauk snöggt upp. Hún tók inn Relenza, hvíldi sig í heilan dag og náði þannig að hrista þetta af sér. Auk þess kostar lyfið ekki mjög mikið, rétt rúmar fimm þúsund krónur, sem þykir ekki mikið í dag. Það ætti því enginn að þurfa að liggja lengur en hann vill í sleni og slappleika, bara reyna að ná sér í pakka hjá næsta lækni.
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.