Vá! Það er frábært! Hvenær kom Regn á App Store?
Í ágúst 2023. Þú getur sótt það HÉR
Hvað eru margir að nota Regn?
Núna hafa um 5.000 manns sótt appið og fatasalan og kaupin eru komin á fullt.
Af hverju Regn?
Regn er andsvar við ofneyslu í fataiðnaði. Fataiðnaðurinn er risastór mengurnarvaldur og hefur haft mjög skaðleg áhrif á loftslag jarðar og mun hafa það áfram ef við róum okkur ekki.
Íslendingar eru mjög neyslufrek þjóð miðað við margar aðrar þjóðir og sumir kaupa sér nýja flík í hverri einustu viku eða oftar. Margir átta sig ekki á því að um leið er verið að skaða náttúruna og loftslagið og að það er fullt af fólki sem er að selja allskonar föt sem eru jafnvel enn með miðum en hafa ekki verið notuð af því stærðin er ekki rétt eða bara einu sinni notuð.
Það er búið að sýna fram á að við notum yfirleitt ekki nema tuttugu prósent af öllum fötunum sem við eigum svo það er algjört win/win fyrir alla að nota Regn. Ódýrara, allir græða – og jörðin líka.
Hvernig virkar Regn?
Markmiðið með Regni er að gera viðskipti með notuð föt auðveld, örugg og skemmtileg! Notendur skrá sig inn með rafrænum skilríkjum sem er alveg súper einfalt og öruggt og svo getur fólk bara byrjað að kaupa og selja. Það er spjallforrit inni í appinu þar sem notendur geta t.d. fundið út úr sendingu og um leið og búið er að afhenda vöruna þá fær seljandinn borgað inn á reikninginn sinn.
Eru jólaföt á Regn?
Heldur betur. Það er frábært úrval af fallegum jólafatnaði frá gæða merkjum á borð við Chanel, Prada, Ganni og fleirum. Svo er mjög skemmtilegt að sjá vörur frá íslenskum merkjum eins og Hildi Yeoman, 66 Norður og Kalda. Við höfum unnið samstörf með miklum tískudrottingum en þau fyrstu voru með Sigríði Margréti og Ídu Páls.
Næsta samstarf verður tilkynnt á næstu dögum en við mælum með að fylgjast með því á Instagram reikningi @regn_official.